15. jún. 2020

Útskriftardagur í leikskólanum Ökrum

Í byrjun júní var haldin flott útskrift í leikskólanum Ökrum fyrir elstu nemendurna í leikskólanum sem eru að fara hefja grunnskólagöngu í haust.

  • Útskriftarhópur í leikskólanum Ökrum
    Útskriftarhópur í leikskólanum Ökrum

Í byrjun júní var haldin flott útskrift í leikskólanum Ökrum fyrir elstu nemendurna í leikskólanum sem eru að fara hefja grunnskólagöngu í haust.
Um morguninn 4. júní var generalprufa í leikskólanum þar sem börnin sungu fyrir allan leikskólann og því næst var haldið í útskriftarferð í Ölver undir Hafnarfjalli. 
Síðdegis þegar heim var komið mættu börnin í leikskólann ásamt foreldrum og systkinum.  Þar sungu börnin fyrir gesti inni á sal skólans og gekk það einstaklega vel enda börnin búin að vera á sérstökum kóræfingum frá áramótum.  Auk þess að syngja þrjú lög voru börnin búin að búa til hljóðfæri sem voru notuð sem leikmunir í laginu ,,Think about things" með Daða og Gagnamagninu og dönsuðu að sjálfsögðu með.  Það er óhætt að segja að söngurinn sem og dansinn sló í gegn.  Útskriftarathöfnin var vel heppnuð í alla staði og stolt börn, foreldrar og starfsfólk sem fór heim úr skólanum þennan dag. 

Sjá einnig frétt um útskriftina á vef leikskólans Akra.