14. feb. 2020

Veður er að ganga niður

Við viljum þakka almenningi fyrir að hafa farið eftir viðvörunum frá Veðurstofu, lögreglu, slökkviliði og öðrum viðbragðsaðilum.

  • Séð yfir Garðabæ
    Séð yfir Garðabæ

Föstudagur 14. febrúar kl. 14:00:

Veður er nú að ganga yfir á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum þakka almenningi fyrir að hafa farið eftir viðvörunum frá Veðurstofu, lögreglu, slökkviliði og öðrum viðbragðsaðilum.

Sundlaugar Garðabæjar, Ásgarðslaug og Álftaneslaug, opna kl. 15 í dag föstudaginn 14. febrúar. 

Hvetjum almenning til að fylgjast vel með veðurfréttum en það er áfram mjög hvasst utan höfuðborgarsvæðisins.  Hér má sjá upplýsingar á vef Veðurstofunnar.