Vegna útboðs „Ástandsmat fráveitu - Hreinsun og myndun“
Útboðið verður auglýst á ný á næstu dögum.
Með auglýsingu dags. 30. janúar 2025 óskaði Garðabær eftir tilboðum í framangreint verk. Frestur til að bera fram fyrirspurnir rann út sl. föstudag og barst ein fyrirspurn. Í kafla 0.1.2. útboðsgagna kemur fram að fyrirspurnir og svör við þeim verði send öllum sem sótt hafa útboðsgögn. Við nánari athugun af þessu tilefni kom í ljós að vegna tæknilegra vandkvæða var engin skráning til á þeim aðilum sem sótt höfðu útboðsgögn.
Vegna þessa er Garðabæ ókleift að senda öllum þeim sem sótt hafa útboðsgögn fyrirspurn og svar við henni, og er þ.a.l. ekki mögulegt að tryggja jafnræði hugsanlegra bjóðenda. Telur Garðabær því nauðsynlegt að hefja útboðsferlið að nýju.
Með vísan til þessa er framangreind auglýsing eftir tilboðum í útboð hér með afturkölluð en útboðið verður auglýst á ný á næstu dögum.
Garðabær hvetur væntanlega bjóðendur eindregið til að sækja útboðsgögn að nýju þegar auglýsing hefur verið birt, til að tryggja skráningu þeirra. Þá hvetur Garðabær bjóðendur einnig til að bera fram fyrirspurnir innan þess tíma sem áskilinn verður samkvæmt útboðsgögnum.