26. jún. 2018

Vegvísir fyrir eldri borgara

Vegvísir er upplýsingarit sem ætlað er að greiða aðgengi að upplýsingum um starfsemi og þjónustu fyrir eldri borgara.

  • Vegvísir
    Upplýsingarit fyrir eldri borgara í Garðabæ

Þjónusta við eldri borgara er af ýmsum toga og er ýmist í verkahring ríkis eða sveitarfélaga. Ýmsar sjálfseignarstofnanir og félagasamtök gegna þar líka hlutverki og því getur verið erfitt að átta sig á hvert skuli leita þegar þörf er á þjónustu. Upplýsingaritinu Vegvísi er ætlað vera vegvísir um þann flókna veruleika sem blasir við eldri borgurum og aðstandendum þeirra. Það er von útgefanda að það skýri heildarmyndina og auðveldi jafnframt leitina að einstaka þjónustuþáttum. 

Jóna Sæmundsdóttir bæjarfulltrúi afhenti fyrstu eintökin af Vegvísi í 25 ára afmælishófi Félags eldri borgara í Garðabæ sem haldið var 16.júní 2018. Ritinu hefur síðan verið dreift inn á öll heimili í Garðabæ.

Vinsamlegast athugið að frá því að Vegvísir var gefinn út hefur Læknavaktin flutt af Smáratorgi í Austurver, Háaleitisbraut 68. Upplýsingar um staðsetningu eru hér.

Vegvísir í pdf-skjali.