2. apr. 2024

Veiðitímabilið er hafið í Vífilsstaðavatni

Veiðitímabilið í Vífilsstaðavatni stendur yfir frá 1. apríl til 15. september.

 

Veiðitímabilið í Vífilsstaðavatni stendur yfir frá 1. apríl til 15. september. 

Stangveiðileyfi í Vífilsstaðavatni eru seld með Veiðikortinu en einnig er hægt að kaupa dagveiðileyfi. 

Þau sem hyggjast stunda veiði í Vífilsstaðavatni skulu stunda góða umgengni í friðlandinu og gæta að því að raska ekki fuglalífi um varptímann. Veiðifólk má eingöngu nota löglegar beitur. Heimilt er að nota flugur, maðk og spún öll önnur beita og smurefni eru stranglega bönnuð í vatninu.

Leyfilegt er að veiða í vatninu frá kl. 8:00 til kl. 24:00. Frekari upplýsingar má nálgast í þjónustuveri Garðabæjar í síma 525-8500.

Um veiði í Vífilsstaðavatni

  • Veiðikortið má kaupa á sölustöðum N1, Olís og veiðivöruverslunum um land allt. Veiðikortið er einnig hægt að kaupa á vef Veiðikortsins og er kortið þá sent með pósti kaupanda að kostnaðarlausu, þar er líka hægt að kaupa rafrænt Veiðikort beint í símann. ´
    Veiðikortið 2024 kostar 9.900 krónur og veitir aðgang að 36 vatnasvæðum vítt og breitt um landið. Vinsamlega athugið að Veiðikortið gildir eingöngu fyrir eina stöng. Bæði börn og fullorðnir þurfa að greiða fyrir veiðileyfi í Vífilsstaðavatni en börn yngri en 14 ára veiða þó frítt ef þau eru í fylgd með öðrum korthafa. Nánari upplýsingar um Veiðikortið og Vífilsstaðavatn má finna á vef Veiðikortsins veidikortid.is.
  • Dagsveiðileyfi í Vífilsstaðavatn er hægt að kaupa á 1.000 kr. Millifært er inn á reikning 0318-26-50, kt. 5701696109 með skýringunni Veiðileyfi og þá er nægilegt að sýna millifærslustaðfestingu til veiðivarða á veiðidegi.