6. nóv. 2024

Veist þú hvað barnið þitt er með í bakpokanum?

Haldinn verður fundur með foreldrum og forráðafólki barna og unglinga í Garðabæ þann 12. nóvember.

  • Hrafnhildur hlaut Íslensku menntaverðlaunin fyrir framúrskarandi kennslu
    Hrafnhildur Sigurðardóttir hlaut viðurkenningu fyrir fjölbreytta og hugmyndaríka útikennslu, þróun fjölbreyttra valgreina og leiðsögn fyrir kennara og kennaraefni um útivist og umhverfismennt.

Veist þú hvað barnið þitt er með í bakpokanum?“ er yfirskrift fundar sem haldinn verður með forráðafólki barna og unglinga í Garðabæ 12. nóvember kl. 20:00 í Sjálandsskóla. Fundurinn er haldinn í tengslum við forvarnarviku Garðabæjar sem stendur yfir dagana 1. - 8. nóvember 2024.

Fulltrúar frá samfélagslöggunni, forvarnarverkefni Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu, verður með fræðslu og þau Sigríður Elísabet Ragnarsdóttir og Skúli B. Geirdal halda erindi. Þá gefst tími fyrir umræður.

Forráðafólk barna og unglinga í Garðabæ eru hvatt til að mæta. 

DAGSKRÁ:

  • 20:00 – Fundarstjóri opnar fundinn
  • Ávarp Almars Guðmundssonar bæjarstjóra Garðabæjar
  • Vopnaburður og viðbrögð lögreglunnar – Samfélagslöggan kíkir í heimsókn
  • „Jákvætt starf félagsmiðstöðva í Garðabæ“ – Sigríður Elísabet Ragnarsdóttir, forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Elítunni
  • „Stýrir algóritminn uppeldi þinna barna?“ – Skúli B. Geirdal
  • Umræður
  • Fundarslit – Hrannar Bragi Eyjólfsson formaður ÍTG

Viðburðurinn á Facebook.