3. nóv. 2021

Vel heppnaðir viðburðir á hrekkjavöku

Skemmtileg menningardagskrá var í boði á hrekkjavöku í Garðabæ síðastliðna helgi.

  • Frá hrekkjavökutónleikunum
    Frá hrekkjavökutónleikunum

Skemmtileg menningardagskrá var í boði á hrekkjavöku í Garðabæ síðastliðna helgi.

Fjölskyldur áttu huggulega stund á Bókasafni Garðabæjar laugardaginn 30. október. Gestir mættu með grasker við hönd og skorið var út í þau hryllileg andlit sem voru ýmist með skögultennur eða veiðihár. Inni á bókasafninu mátti einnig finna sér afkima í sérútbúnu skuggaherbergi, en þar voru ýmsar kynjaskepnur sem buðu upp á huggulegan stað til að lesa íslenskar drauga – og tröllasögur. Vasaljós var hægt að fá í afgreiðslu safnsins og þannig hægt að lesa í Skuggaherberginu með ljóstýru frá vasaljósi. Það bauð upp á spennandi og nýstárlega stemmingu við bókalesturinn. Gestir nutu sín vel í heimilislegu umhverfi bókasafnsins sem var vel skreytt í tilefni hátíðarinnar. 

Hrekkjavökutónleikar voru haldnir þann sama dag, 30. október en þar voru samankomnir gestir á ýmsum aldri en allflestir í búningum. Jazztónleikar ætlaðir allri fjölskyldunni fóru fram en afturganga, norn og köngulær skemmtu gestum. Það er því enginn svikinn af tónlistarviðburðum í Garðabæ.