7. maí 2021

Vel heppnuð Barnamenningarhátíð

Skólahópar fylltu miðbæ Garðabæjar af lífi þegar skólabörn sóttu dagskrá á fyrstu Barnamenningarhátíð í Garðabæ 4.-7. maí sl. Alls voru það 872 börn sem sóttu hátíðina.

  • Barnamenningarhátíð Garðabæjar
    Barnamenningarhátíð Garðabæjar

Alls voru það 872 börn í fjölmörgum skólahópum sem fylltu miðbæ Garðabæjar af lífi þegar skólabörn sóttu dagskrá á fyrstu Barnamenningarhátíð í Garðabæ 4.-7. maí sl. 

Ekki aðeins á söfnum bæjarins fór fram dagskrá heldur einnig á yfirbyggingum á Garðatorgi. Nemendur í 1. bekk sóttu til að mynda ullargreinasmiðju undir handleiðslu Gunnhildar Höllu Ármannsdóttur gullsmíðanema og einbeiting skein úr andlitum barnanna einsog myndirnar bera vitni um. Þriðju bekkingar sóttu dagskrá í Hönnunarsafninu á sýningunni Deiglumór þar sem þau leituðu að dýrum á leirgripum sýningarinnar og teiknuðu myndir af fyrirmyndunum en það voru þær Þóra Sigurbjörnsdóttir safnafræðingur á Hönnunarsafninu og Ásgerður Heimisdóttir vöruhönnunarnemi sem tóku á móti áhugasömum nemendum. 

Á sama tíma sóttu unglingar í Garðabæ stærðfræðiþrautasmiðju og unnu verkefni undir handleiðslu Jóhönnu Ásgeirsdóttur sem hannaði stærðfræðiþrautaborð í anda Einars Þorsteins arkitekts og stærðfræðings. Það var svo hinn snjalli rithöfundur Gunnar Helgason sem leiddi nemendur í 7. bekk í gegnum hvernig söguþráður er byggður upp og án efa margar góðar sögur sem urðu til í smiðjunum. Arabískt danspartý var svo í boði fyrir nemendur í 5. bekk en það voru þau Friðrik Agni og Anna Claesen sem leiddu dansinn en bæjarstjóri tók þátt í dansinum.

Barnamenningarhátíð GarðabæjarBarnamenningarhátíð GarðabæjarBarnamenningarhátíð Garðabæjar