1. nóv. 2019

Skemmtileg Garðabæjarferð Félags eldri borgara

Stór hópur úr Félagi eldri borgara í Garðabæ fór í stutta dagsferð með rútu um Garðabæinn fimmtudaginn 31. október sl. 

  • Félag eldri borgara í Garðabæ heimsótti Bessastaði
    Félag eldri borgara í Garðabæ heimsótti Bessastaði

Stór hópur úr Félagi eldri borgara í Garðabæ fór í stutta dagsferð með rútu um Garðabæinn fimmtudaginn 31. október sl.  Gunnar Einarsson bæjarstjóri var með í för sem fararstjóri og greindi frá uppbyggingu sem framundan er á hinum ýmsum stöðum í bænum s.s. í Urriðaholti og í Vífilsstaðalandinu.  Hópurinn heimsótti m.a. Bessastaði og kom við í Urriðaholtsskóla þar sem leikskólabörn á aldrinum 3-5 ára sungu fyrir gestina.  Að lokum var haldið í kaffi í golfskála GKG við Vífilsstaði.  

Leikskólanemendur í Urriðaholtsskóla syngja fyrir gesti

Félag eldri borgara heimsótti UrriðaholtsskólaFélag eldri borgara í Garðabæ heldur úti öflugu félagsstarfi og er með skrifstofu í félagsmiðstöðinni Jónshúsi. Skrifstofan er opin á miðvikudögum frá kl. 13:30-15:30.  Upplýsingar um félagið má finna á vef félagsins, febg.is , og einnig heldur félagið úti fésbókarsíðu þar sem birtar eru myndir og upplýsingar úr starfinu. 

Hér á vef Garðabæjar eru nánari upplýsingar um þjónustu við eldri borgara í Garðabæ.