30. apr. 2019

Vel heppnuð jazzhátíð

Jazzhátíð Garðabæjar var haldin í fjórtánda sinn dagana 25.-27. apríl sl.

  • Jazzhátíð Garðabæjar 2019
    Jazzhátíð Garðabæjar 2019

Jazzhátíð Garðabæjar var haldin í fjórtánda sinn dagana 25.-27. apríl sl. Hátíðin var formlega sett að kvöldi til Sumardaginn fyrsta þegar þau Björn Thoroddsen gítarleikari og Unnur Birna Bassadóttir fiðluleikari og söngkona stigu á svið í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju. 

Fjölbreytt dagskrá var í boði á jazzhátíðinni nú eins og fyrri ár þar sem margir af bestu jazztónlistarmönnum landsins komu fram.  Einnig bauð hátíðin upp á tónleika á föstudagskvöldinu með færeyskja bassaleikaranum Arnold Ludvig sem fékk til liðs við íslenska meðleikara.  

Á laugardeginum var samfelld jazzveisla allan daginn fram á kvöld en troðfullt var út úr dyrum í félagsmiðstöðinni Jónshúsi þegar kvartett Kristjönu Stefáns kom fram.  Í Kirkjuhvoli voru svo síðdegistónleikar þegar kvartettinn Kjarr, sem að hluta til er skipuð kennurum úr Tónlistarskóla Garðabæjar kom fram.  Hátíðinni lauk svo með flottum tónleikum sveiflubandsins Arctic Swing Quintet með Hauk Gröndal í fararbroddi. 

Jazzhátíðin var á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar og listrænn stjórnandi frá upphafi er Sigurður Flosason tónlistarmaður. 

Jazzhátíð Garðabæjar 2019Jazzhátíð Garðabæjar 2019Jazzhátíð Garðabæjar 2019Jazzhátíð Garðabæjar 2019Jazzhátíð Garðabæjar 2019