28. jún. 2019

Vel heppnuð Jónsmessugleði

Hin árlega Jónsmessugleði Grósku var haldin fimmtudaginn 20. júní sl. á göngustígnum við strandlengjuna í Sjálandi. Gefum - gleðjum - njótum voru einkunnarorð hátíðarinnar sem nú var haldin í ellefta sinn.

  • Jónsmessugleði Grósku
    Jónsmessugleði Grósku

Hin árlega Jónsmessugleði Grósku var haldin fimmtudaginn 20. júní sl. á göngustígnum við strandlengjuna í Sjálandi. Gefum - gleðjum - njótum voru einkunnarorð hátíðarinnar sem nú var haldin í ellefta sinn.

Fjölmargir myndlistarmenn tóku þátt í Jónsmessugleðinni og settu upp myndlistarsýningu sem stóð eingöngu þetta eina kvöld.  Auk félaga úr Grósku, myndlistarfélagi Garðabæjar, voru gestalistamenn frá Kópavogi, Hafnarfirði, Reykjavík og Blönduósi. Þema kvöldsins var ,,Þræðir" og verkin endurspegluðu þemað á fjölbreyttan hátt.  Einnig var boðið upp á málverkasýningu eldri borgara í Jónshúsi og ungir og efnilegir listamenn í skapandi sumarstarfi Garðabæjar sýndu fjölbreytt verk sín þetta kvöld. 

Að venju voru líka margir aðrir skemmtilegir listviðburðir í boði svo sem söngur, tónlist, dans, leiklist og fleira. Bæjarstarfsmenn og sumarvinnuhópar umhverfisátaks aðstoðuðu með uppsetningu, frágang og ýmsa skipulagningu hátíðarinnar.  

Á fésbókarsíðu Garðabæjar má sjá fleiri myndir frá kvöldinu og einnig er hægt að skoða fésbókarsíðu myndlistarfélagsins Grósku. 

Jónsmessugleði GróskuJónsmessugleði GróskuJónsmessugleði GróskuJónsmessugleði GróskuJónsmessugleði GróskuJónsmessugleði GróskuJónsmessugleði Grósku

Jónsmessugleði Grósku