26. ágú. 2025

Vel lukkað virkniþing eldra fólks í Garðabæ

Það er óhætt að segja að Virkniþing eldra fólks í Garðabæ hafi lukkast vel. Fjöldi fólks lagði leið sína í Miðgarð til að fá innsýn inn í þá starfsemi sem eldra fólki í Garðabæ stendur til boða.

  • Vel lukkað virkniþing eldra fólks í Garðabæ
    Það var fjölmenni á Virkniþingi eldra fólks í Garðabæ sem fór fram í Miðgarði. Margt áhugasamt fólk lagði leið sína á Virkniþingið til að kynna sér þá fjölbreyttu starfsemi sem eldra fólki í Garðabæ stendur til boða.

Það var fjölmenni á Virkniþingi eldra fólks í Garðabæ sem fór fram í Miðgarði. Margt áhugasamt fólk lagði leið sína á Virkniþingið, meðal annars til að hlýða á fróðlegt erindi Svavar Knúts um félagslega einangrun og einnig til að kynna sér þá fjölbreyttu starfsemi sem eldra fólki í Garðabæ stendur til boða.

Garðabær og félög eldri borgara í Garðabæ og Álftanesi stóðu að virkniþinginu með það að markmiðið að koma öllu því fjölbreytta starfi sem í boði er á framfæri og stuðla á þann hátt að félagslegri virkni eldra fólks í Garðabæ og auknum lífsgæðum þeirra.

Það er óhætt að segja að dagurinn hafi verið verið vel lukkaður. 

Harpa Rós Gísladóttir, formaður Öldungaráðs Garðabæjar, opnaði dagskrána.

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sagði nokkur vel valin orð.

Svavar Knútur söng og flutti erindi sitt um félagslega einangrun.

Skapandi námskeið í Smiðjunni voru kynnt.

Fulltrúar frá Bókasafni Garðabæjar voru á svæðinu.

IMG_2839

Rauði Krossinn kynnti sína starfsemi.