28. sep. 2018

Vel sóttar lýðheilsugöngur

Miðvikudaginn 26. september sl. var haldið í sögugöngu um Bessastaði.  Anna Ólafsdóttir Björnsson sagnfræðingur leiddi göngu frá Bessastaðakirkju út í Skansinn. 

  • Anna Ólafsdóttir Björnsson leiðir sögugöngu
    Anna Ólafsdóttir Björnsson leiðir sögugöngu

Miðvikudaginn 26. september sl. var haldið í sögugöngu um Bessastaði.  Anna Ólafsdóttir Björnsson sagnfræðingur leiddi göngu frá Bessastaðakirkju út í Skansinn.  Fjölmennt var í göngunni eða hátt í 100 manns. Á miðvikudaginn var ágætis gönguveður, bjart og þurrt, en svo heppilega vill til að það hefur viðrað vel alla miðvikudaga í september þegar boðið hefur verið upp á lýðheilsugöngur í Garðabæ.  
Meðfylgjandi ljósmyndir með frétt eru frá Erlu Bil Bjarnardóttur. 

Söguganga um Bessastaði

Þetta er annað árið í röð sem Garðabæjar tekur þátt í verkefni Ferðafélags Íslands um lýðheilsugöngur í september og um leið eru göngurnar áframhald vinsælla sögu- og fræðslugangna Garðabæjar sem hafa verið farnar á undanförnum árum. 

Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.