Vel sóttur íbúafundur um framtíð Garðatorgs
Íbúafundur um breytingar á deiliskipulagi miðbæjar Garðabæjar var vel sóttur og myndaðist gott samtal.
Íbúafundur sem haldinn var í Sveinatungu um breytingar á deiliskipulagi miðbæjar Garðabæjar – Garðatorgs var vel sóttur.
Á fundinum hélt Garðbæingurinn Pálmi Randversson skemmtilegt erindi þar sem hann viðraði sínar hugmyndir um möguleikana í miðbæ Garðabæjar.
Þá kynnti skipulagsstjóri Garðabæjar, Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagstillöguna sem ætlað er að glæða Garðatorg enn meira lífi. Hann fór einnig yfir þær breytingar sem hafa verið gerðar frá fyrri tillögu. Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir hjá Eflu kynnti svo samgöngumat fyrir svæðið.
Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar og í skipulagsgátt. Almenningi gefst færi á að skila inn athugasemdum á auglýsingartíma, til 29. desember 2025.
Í lok kynningar var boðið upp á samtal þar sem viðstaddir gátu varpað fram spurningum og athugasemdum og myndaðist gott samtal.
