8. okt. 2019

Velferð barna í Garðabæ

Verkefnið Velferð barna í Garðabæ hefur verið áberandi innan skóla, leikskóla og annarra félagasamtaka í Garðabæ síðan árið 2015. Verkefnið stuðlar að samvinnu allra skólastofnanna og íþrótta- og tómstundafélaga um heildstæða stefnu er varðar jafnrétti, kynheilbrigði og velferð barna.

  • Velferð barna í Garðabæ
    Velferð barna í Garðabæ

Verkefnið Velferð barna í Garðabæ hefur verið áberandi innan skóla, leikskóla og annarra félagasamtaka í Garðabæ síðan árið 2015. Verkefnið stuðlar að samvinnu allra skólastofnanna og íþrótta- og tómstundafélaga um heildstæða stefnu er varðar jafnrétti, kynheilbrigði og velferð barna.

Innihald verkefnisins skiptist í:

  • Heildstætt, samræmt verklag og vinnuaðferðir vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna, fyrir alla þá aðila sem starfa með börnum í Garðabæ.
  • Fræðsluyfirlit sem nær yfir hugtökin ofbeldi, kynjafræði, jafnrétti og kynheilbrigði á víðtækan hátt og er ætlað börnum, ungmennum, starfsfólki og foreldrum.
  • Námskeið A og B sem fjalla annars vegar um ofbeldi, vanrækslu og áhættuhegðun barna og hins vegar um kynheilbrigði, jafnrétti og sjálfsímynd.

Á árinu var farið yfir innihald verkefnisins og uppfærslur voru gerðar á fræðsluyfirliti og verklagi. Þá hefur verklagið einnig verið þýtt á ensku og útbúinn var listi yfir möguleg námskeið B.

Starfsmenn leik- og grunnskóla Garðabæjar fá útprentuð eintök af verklaginu auk plakötum til sín á næstu dögum en mikilvægt er að starfsfólk sem starfar með börnum sé meðvitað um velferð þeirra.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á https://www.menntaklif.is/velferd-barna-i-gardabae/