13. jún. 2019

Verndum fuglalífið við vötnin

Allir eru hvattir til að vernda fuglalífið og lágmarka truflun við vötnin í Garðabæ. Hundum er bannaður aðgangur í friðlandi Vífilsstaðavatns og við Urriðavatn yfir varptímann til 1. júlí. Öll umferð báta og kajaka er stranglega bönnuð á Vífilsstaðavatni og Urriðavatni allt árið.

  • Bannað er að vera á bátum eða kajak á Vífilsstaðavatni og Urriðavatni
    Bannað er að vera á bátum eða kajak á Vífilsstaðavatni og Urriðavatni

Allir eru hvattir til að vernda fuglalífið og lágmarka truflun við vötnin í Garðabæ.  Hundum er bannaður aðgangur í friðlandi Vífilsstaðavatns og við Urriðavatn yfir varptímann tímabilið 15. apríl til 1. júlí ár hvert. 

Hundaeigendur, veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið um að vernda fuglalífið í friðlandi Vífilsstaðavatns og virða friðhelgi fugla um varptímann, ganga vel og snyrtilega um svæðið og virða umgengnisreglur sem má sjá víða á skiltum í friðlandinu.

Umferð báta og kajaka bönnuð á Vífilsstaðavatni og Urriðavatni

Að gefnu tilefni er fólk minnt á að öll umferð báta og kajaka er stranglega bönnuð á Vífilsstaðavatni og Urriðavatni allan ársins hring. Umsjónaraðilar Vífilsstaðavatns hafa haft afskipti af kajakræðurum sem ekki virða friðhelgi vatnsins með tilheyrandi truflun fyrir fuglalífið. Því er mikilvægt að minna á friðhelgi fugla um varptímann svo varpið hjá fuglunum takist og öryggi þeirra sé tryggt.

Á meðfylgjandi mynd með frétt má sjá kajakræðara sem var í leyfisleysi á Vífilsstaðavatni og truflaði þar fuglalífið eins og sjá má.