Vetrarfrí grunnskóla - dagskrá fyrir börn
Dagana 17.-21. febrúar verður vetrarfrí í grunnskólum í Garðabæ. Fjölbreytt dagskrá verður í boði í Bókasafni Garðabæjar þessa daga. Frístundabíllinn keyrir í vetrarfríinu.
-
Föndrað í Bókasafni Garðabæjar
Dagana 17.-21. febrúar verður vetrarfrí í grunnskólum í Garðabæ.
Fjölbreytt dagskrá fyrir börn í Bókasafni Garðabæjar
Fjölbreytt dagskrá verður í boði í Bókasafni Garðabæjar þessa daga þar sem boðið verður upp á ljóðasmiðju, perl, klippimyndasmiðju, bingó og bíó alla dagana. Á vef Bókasafnsins má sjá nánari tímasetningu á bíósýningum og smiðjum.
Sýningar í Hönnunarsafninu
Hönnunarsafn Íslands er til húsa að Garðatorgi 1 og er opið alla daga nema mánudaga frá 12-17. Þar er hægt að skoða fjölbreyttar sýningar safnsins í vetrarfríinu. Ókeypis aðgangur fyrir yngri en 18 ára.
Ókeypis í sund fyrir yngri en 18 ára
Það er ókeypis aðgangur í sundlaugar Garðabæjar fyrir yngri en 18 ára. Hér má sjá afgreiðslutíma í Ásgarðslaug og Álftaneslaug.
Frístundabíllinn keyrir í vetrarfríinu
Frístundabíll Garðabæjar keyrir samkvæmt áætlun í næstu viku,17.-21. febrúar í vetrarfríi grunnskóla í Garðabæ.