5. sep. 2018

Viðbrögð vegna fundar dýrabeina í Hraunsholtslandi

Við nýlegar jarðvegsframkvæmdir í Hraunsholtslandi fundust tvö stök stórgripabein. Uppgröfturinn er í nágrenni skipulagssvæðis Hraunsholts eystra þar sem er ákveðið verklag um viðbrögð ef komið er niður á bein eða dýraleifar innan svæðisins.

  • Turn tekin úr kirkjuturni

Við nýlegar jarðvegsframkvæmdir í Hraunsholtslandi fundust tvö stök stórgripabein. Verið var að grafa skurð fyrir raftaug meðfram göngustíg sem liggur frá enda Stekkjarflatar að nýjum bæjargarði.  Skurðurinn er grunnur, þar sem jarðvegurinn samanstendur að mestu af aðfluttu jarðvegsefni.  Uppgröfturinn er í nágrenni skipulagssvæðis Hraunsholts eystra þar sem er ákveðið verklag um viðbrögð ef komið er niður á bein eða dýraleifar innan svæðisins. 

Um leið og starfsmenn Garðabæjar fengu tilkynningu um málið um síðastliðna helgi var heilbrigðiseftirliti, eiturefnadeild slökkviliðs og lögreglu gert viðvart. Svæðinu þar sem beinin fundust var lokað, beinin fjarlægð og svæðið var hreinsað.  Um leið og því var lokið var svæðið opnað á ný.  

Bæjaryfirvöld hafa fundað með sóttvarnalækni og fulltrúum heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og er það mat sóttvarnalæknis að ekki þurfi hafa áhyggjur af smiti.

Heilbrigðiseftirlitið hvetur almenning að láta vita ef dýrabein finnast á almannafæri til að hægt sé að bregðast við svo börn og gæludýr komist ekki í þau. Ábendingar um slíkt má senda í gegnum vef Garðabæjar í ábendingaformi á forsíðu eða á netfangið gardabaer@gardabaer.is.