7. jan. 2019

Viðurkenningar fyrir framlag til íþrótta- og æskulýðsstarfs

Á íþróttahátíð Garðabæjar sem fór fram 6. janúar sl. voru veittar viðurkenningar fyrir framlag til íþrótta- og æskulýðsstarfs. Í ár voru það Hilmar Júlíusson í Stjörnunni, Þorgerður Jóhannsdóttir í GKG og Stefán Arinbjarnarson í UMFÁ sem fengu viðurkenningu.

  • Framlög til íþrótta- og æskulýðsmála
    Framlög til íþrótta- og æskulýðsmála

Á íþróttahátíð Garðabæjar sem fór fram 6. janúar sl. voru veittar viðurkenningar fyrir framlag til íþrótta- og æskulýðsstarfs. Í ár voru það Hilmar Júlíusson í Stjörnunni, Þorgerður Jóhannsdóttir í GKG og Stefán Arinbjarnarson í UMFÁ sem fengu viðurkenningu.

Sjá frétt hér um íþróttahátíðina og hverjir urðu íþróttamenn Garðabæjar 2018.

Hilmar Júlíusson, Stjörnunni

Hilmar kom að starfi körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar 2007 sem formaður barna og unglingaráðs til 2012. Hann tók síðan við formennsku í deildinni 2012 og hefur verið það síðan, með eins árs hléi 2016. Hilmar hefur verið vakinn og sofinn yfir starfi og uppgangi körfuboltans í Garðabæ. Vöxtur deildarinnar og árangur keppnisflokka hennar er eftirtektar verður. Undir hans forystu eru allir flokkar að keppa um titla bæði karla og kvenna og mikil fjölgun í iðkendahópum yngri aldursflokka.

Þorgerður Jóhannsdóttir, GKG

Þorgerður kom fyrst að starfi GKG eins og svo margir foreldrar með börnunum sínum en for síðan sjálf að stunda golf. Hún hefur verið mjög virk í félagsmálum bæði í Vestmannaeyjum meðan hún bjó þar og í verkalýðsmálum. Reynsla hennar hefur nýst vel í starfi GKG eftir að hún kom inn í kvennanefndina fyrir fjórum árum og síðustu þrjú ár þar sem formaður auk þess að vera varaformaður GKG. Undir hennar forystu hefur kvennastarfið blómstrað í GKG þar sem áhersla er á að taka vel á móti nýliðum og blanda þeim inn í starfið með reynslumeiri iðkendum

Stefán Arinbjarnarson, UMFÁ

Stefán er menntaður grunnskólakennari frá KHÍ með íþróttir sem aðalfag. Hann fer að starfa fyrir UMFÁ árið 1997, fyrst aðallega í kringum knattspyrnu yngri flokka og síðar einnig körfuknattleik. Gegndi um tíma starfi íþrótta- og tómstundafulltrúa Álftaness. Tók þátt í stofnun meistaraflokks karla í körfuknattleik hjá UMFÁ og hefur síðustu ár gegnt formennsku í meistaraflokksráði karla í knattspyrnu hjá UMFÁ. Hann hefur á þessum tíma sinnt þjálfun, liðsstjórn, foreldrastarfi og ýmis konar sjálfboðaliðsstarfi sem er lífsnauðsynlegt þegar kemur að uppbyggingu á sviði íþrótta- og æskulýðsmála.