9. ágú. 2018

Viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi 2018

Eigendur sjö lóða íbúðarhúsnæðis fengu afhentar viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir 2018, við athöfn á Garðatorgi fimmtudaginn 9. ágúst. 

  • Allir viðurkenningarhafarnir saman komnir.
    Allir viðurkenningarhafarnir saman komnir.

Eigendur sjö lóða íbúðarhúsnæðis fengu afhentar viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir 2018, við athöfn á Garðatorgi fimmtudaginn 9. ágúst. Viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð fyrirtækis og stofnana fékk fyrirtækið IKEA.

Þá fékk Garðatorg, miðbær Garðabæjar, viðurkenningu fyrir snyrtilegt opið svæði og umhverfi og Holtás var útnefnd snyrtilegasta gatan í Garðabæ. 

Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar afhentu eigendum lóðanna viðurkenningar.

 

Lóðir íbúðarhúsnæðis sem veittar voru viðurkenningar fyrir eru:

 

  • Ásbúð 42 
  • Bjarkarás 1-29 
  • Blikanes 6 
  • Gullakur 4
  • Brekkubyggð 8
  • Norðurtún 5 
  • Reynilundur 3 

 

Lýsingar sem hér fylgja eru úr umsögn umhverfisnefndar. 

Ásbúð 42 (Byggingarár 1975)

Lóð Ásbúðar 42 sérlega vel hönnuð og snyrtileg. Trjábeð, grasflatir og stéttar eru hreinar, trjágróður fallega formklipptur og sérstaka athygli vakti gróskumikið gullregn í blóma úti við götu og innkeyrsla innrömmuð með granít-steinum á alla kanta.

Lóðin er öll vel skipulögð og snyrtileg.

Asbud42

 

Bjarkarás 1-29 (Byggingarár 2006)

Umhverfi Bjarkarás frá 1. til 29. er sérlega snyrtilegt og flott. Grasflatir vel hirtar og runnar formklipptir. Þetta er sameignar lóð sem snýr að göngstíg að stórum hluta og er Garðabæ til sóma.

Bjarkaras-1-29

 

Blikanes 6 (Byggingarár 1973)

Garður um Blikanes 6 hefur verið endurnýjaður gegnum árin og er orðinn mjög fallegur. Allt er stílhreint og snyrtilegt. Góð tenging við bæjarlandið með smekklegum frágangi við lóðarmörk með hraunhellum og fjölærum plöntum. Íbúar hafa augljóslega  mikinn metnað fyrir að hafa garðinn sem fallegastan.

Blikanes-6

 

Brekkubyggð 8 (Byggingarár 1979)

Um Brekkubyggð 8 er afar fagur og þjóðlegur garður. Mikið af fjölbreyttum trjám-  og runnagróðri, ásamt fjölæringum. Lóðin hefur verið í góðri umhirðu í áratugi hjá eigendum og ber þess augljóslega merki.

Brekkubyggd-8

 

Gullakur 4 (Byggingarár 2009)

Lóðin við Gullakur 4 er mjög snyrtileg og einstaklega vel hönnuð. Fjölbreyttur gróður í kerjum á timburpöllum og í snyrtilegum malarbeðum. Umhirða og skipulag lóðarinnar er til fyrirmyndar. Mikill metnaður íbúa er augljós þar sem blómastrandi runnar og stakstæð tré fá að njóta sín bæði í aðkomu og á lóðinni allri.

Gullakur4

 

Norðurtún 5 (Byggingarár 1978)

Fallegur garður sem er í góðu viðhaldi. Trépallar spila skemmtilega saman við snyrtilegan grasflöt og fallegum og vel viðhöldnum gróðurbeðum. Metnaður íbúa er augljós.

Nordurtun-5

 

Reynilundur 3 (Byggingarár 1973)

Hraunhleðslukantur snýr að götu og trjábeð með runnagróðri ásamt fjölæringum, allt er mjög snyrtilegt. Grasflatir í góðri umhirðu, trjábeð, hellulagnir og hraunhellu kantar eru hrein. Til fyrirmyndar.


Reynilundur-3

 

Lóð fyrirtækja:

 

IKEA Kauptúni (Byggingarár 2006)

IKEA hefur ávallt haldið lóð sinni og nærumhverfi snyrtilegu. Forsvarsmenn IKEA fá viðurkenningu og þakkir frá Garðabæ fyrir þeirra framtak fyrir góðri ásýnd bæjarins árið 2018 fyrir snyrtilegt umhverfi og framlag til umhverfismála.

Ikea

 

Viðurkenning fyrir snyrtilegt opið svæði:

 

Garðatorg - miðbær Garðabæjar (1995-2018)

Miðbær Garðabæjar - Garðatorg er það svæði sem Garðbæingar vilja ávallt hafa snyrtilegt. Garðatorg er viðburðartorg Garðbæinga þar sem snyrtimennskan skal vera í fyrirrúmi og nú þrátt fyrir vætutíð er torgið fallegt og Garðbæingum til sóma.

Gardatorg

Snyrtilegasta gatan er:

 

Holtás (Byggingarár 2000-2002)

Götumynd Holtás er sérlega falleg, snyrtileg og stílhrein. Íbúarnir eru samtaka með halda lóðum sínum snyrtilegum og í samræmi við nærumhverfið. 


Holtas