15. ágú. 2019

Viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi 2019

Eigendur sjö lóða íbúðarhúsnæðis fengu afhentar viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir 2019, við athöfn á Garðatorgi miðvikudaginn 14. ágúst. Viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð fyrirtækis og stofnana fékk Hlið, Fischerman‘s village og snyrtilegasta gatan var Fagrahæð.

  • Hlið, Fischerman‘s village er eins og ævintýraland, þar er mikið af munum á lóð og umhverfi sem tilheyra starfseminni og skapa mikla stemmningu með tilvísun í sjávarútgerð fyrri tíma
    Hlið, Fischerman‘s village er eins og ævintýraland, þar er mikið af munum á lóð og umhverfi sem tilheyra starfseminni og skapa mikla stemmningu með tilvísun í sjávarútgerð fyrri tíma

Eigendur sjö lóða íbúðarhúsnæðis fengu afhentar viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir 2019, við athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi miðvikudaginn 14. ágúst. Viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð fyrirtækis og stofnana fékk Hlið, Fischerman‘s village og snyrtilegasta gatan var Fagrahæð.

Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar afhentu eigendum lóðanna viðurkenningar.

Snyrtilegtumhverfi_10_hopmynd

Lóðir íbúðarhúsnæðis sem veittar voru viðurkenningar fyrir eru:

  • Blátún 10
  • Goðatún 26
  • Gullakur 2
  • Hraungata 3
  • Mávanes 20
  • Vesturtún 27b
  • Þrastarnes 8

Lýsingar sem hér fylgja eru úr umsögn umhverfisnefndar.

Blátún 10

Aðkoma að Blátúni 10 er sérstaklega glæsileg, og þegar komið er að húsinu sést stór lóð sem er í góðu viðhaldi. Fallegar grasflatir ásamt fjölbreyttum gróðri. Lóðin er öll vel skipulögð og snyrtileg. Metnaður íbúa augljós.

Blatun10-4-

 

Goðatún 26

Fallegur og snyrtilegur garður, sem er samspil hraungrýtisbeða með margvíslegum fjölæringum og runnum. Húsið sjálft og grindverk umleikis er blómum skreytt. Stéttar og trépallar í góðu viðhaldi.

Godatun26-10-

 

Gullakur 2 (Byggingarár 2008) 

Lóðin við Gullakur 2 er mjög snyrtileg og einstaklega vel hönnuð. Sígræn og blómstrandi tré og runnar í lóðinni, eru skipulega sett niður í snyrtileg malarbeð. Falleg lóð bæði inn að húsi og út að göngustígum, er Garðabæ til sóma.

Gullakur2-11-

Hraungata 3

Hraungata 3 er fjölbýli í nýju hverfi í Urriðaholti. Tré og runnar umhverfis húsið eru gróskumiklir og öll beð snyrtileg og stíhrein. Metnaður íbúa augljós fyrir því að hafa lóð og umhverfi sem snyrtilegast í nýju hverfi.

Hraungata-3-1

 

Mávanes 20

Vel skipulagður, fallegur, gróinn garður sem er í góðu viðhaldi. Tröppur hlaðnar úr grágrýti og trépallur rammaður inn með grágrýtishleðslu sem fellur vel saman við snyrtilega grasflöt. Falleg og vel viðhaldin gróðurbeð.

Mavanes20-11-

 

Vesturtún 27b

Þjóðleg og falleg lóð með blómstrandi fjölæringum og runnum. Grasflatir í góðu viðhaldi og trjábeð hrein og snyrtileg. Til fyrirmyndar.

Vesturtun27b-5-

Þrastanes 8

Lóðin er sérlega snyrtileg með fjölbreittum gróðri.

Tré runnar og fjölæringar eru fagmannlega raðað niður, grasflatir, stéttar og trjábeð, hrein og í góðu viðhaldi.

Thrastanes8-5-

Lóð fyrirtækja:

Hlið Fischerman´s village

Hlið, Fischerman‘s village er eins og ævintýraland, þar er mikið af munum á lóð og umhverfi sem tilheyra starfseminni og skapa mikla stemmningu með tilvísun í sjávarútgerð fyrri tíma. Umhverfi Hliðs er allt hið snyrtilegasta og Garðabæ til sóma.
Hlid-7-

Snyrtilegasta gatan er:

Fagrahæð

Fagrahæð er botnlangi út frá Eyktarhæð. Götumynd Fögruhæðar er sérlega falleg og snyrtileg. Íbúar eru auðsjáanlega samstiltir um að halda lóðum sínum snyrtilegum og í samræmi við nærumhverfið.

Fagrahaed-mynd2