17. sep. 2020

Viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi 2020

Eigendur 6 lóða íbúarhúsnæðis fengu afhentar viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir 2020, við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi miðvikudaginn 16. september sl. á Degi íslenskrar náttúru. Viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð fyrirtækja og stofnana fékk Toyota í Kauptúni og Kaldakur var útnefnd snyrtilegasta gatan í ár. 

  • Viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi 2020
    Viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi 2020

Umhverfisnefnd Garðabæjar auglýsir ár hvert eftir ábendingum um snyrtilegar lóðir og fer í garðaskoðun á sumrin þegar ábendingar hafa borist frá íbúum. Sumarið var gott hér í Garðabæ og mikil blómgun á blómplöntum og góður vöxtur á öllum gróðri.

Eigendur 6 lóða íbúarhúsnæðis fengu afhentar viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir 2020, við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi miðvikudaginn 16. september sl. Viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð fyrirtækja og stofnana fékk Toyota í Kauptúni og Kaldakur var útnefnd snyrtilegasta gatan í ár.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, og Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar, afhentu eigendum lóðanna umhverfisviðurkenningarnar. Upphaflega átti athöfnin að fara fram í ágúst en var frestað vegna samkomutakmarkana og það var vel við hæfi að afhenda viðurkenningarnar á Degi íslenskrar náttúru sem er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert.

Lóðir íbúðarhúsnæðis sem veittar voru viðurkenningar fyrir árið 2020:

Asparás 6 - 8
Asparás 6-8 er fjölbýli í Ásahverfi. Tré og runnar í lóð eru fallegir og stílhreinir. Grasflöt er snyrtileg og dvalarrými er með huggulegu borði og bekkjum, í góðu skjóli frá sígrænum, formklipptum grenitrjám.

Asparás 6-8Bæjargil 95
Aðkoma að húsi er stílhrein og snyrtileg, vel smíðaður pallur leiðir mann inn í fallegan litríkan garð. Mörg gróðurker með fjölærum plöntum og blómstrandi runnum hvert sem litið er.

Bæjargil 95Góðakur 3
Lóðin við Góðakur 3 er virkilega falleg og einstaklega vel hönnuð, snyrtileg með fjölbreyttum gróðri.
Plöntum er fagmannlega raðað niður, grasflatir, stéttar og trjábeð eru hrein og er allt viðhald garðsins til fyrirmyndar. Blómstrandi tré og runnar hvert sem litið er. 

Góðakur 3Hraunholtsvegur 6
Lóðin við Hraunholtsveg 6 er sérlega skemmtileg og falleg. Þegar komið er í bakgarðinn sést stór lóð sem er vel úthugsuð og í góðu viðhaldi. Mikið er af fjölbreyttum og forvitnilegum gróðri, fjölærum plöntum, runnum og trjám. 

Hraunsholtsvegur 6Suðurtún 15
Þegar komið er að Suðurtúni 15 blasir við falleg lóð með blómstrandi runnum og fjölæringum. Gróðurbeð eru vel snyrt eins og garðurinn er í heild sinni. Stéttar, stiklur og snyrtilegar grasflatir leiða mann um garðinn.

Suðurtún 15Ægisgrund 11
Fjölbreytt og fagmannlega skipulagður garður er einkennandi fyrir Ægisgrund 11. Athyglisvert var að sjá sígrænt limgerði úr greni í vinnslu. Grasflöt er sérlega falleg og fjölbreytt úrval plantna og rósa með fallegu samspili hellulagðra flata og palla.

Ægisgrund 11Viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð fyrirtækis hlýtur:

Toyota, Kauptúni
Toyota á Íslandi hefur lengi látið sig umhverfismál varða. Með umhverfisáskorun sinni hvetur fyrirtækið samfélagið til að fræðast um náttúruna og huga að umhverfisvernd. Umhverfisstefna Toyota á Íslandi er að vera leiðandi í verndun og græðslu umhverfisins.
Toyota í Kauptúni

Snyrtilegasta gatan í ár er:

Kaldakur
Kaldakur liggur út frá Miðökrum í Akrahverfi. Götumynd Kaldakurs er falleg og snyrtileg. Íbúar við götuna hafa augljósan metnað og eru samtaka með að halda lóðum sínum snyrtilegum og hreinum. Gatan er Garðabæ til sóma.

Kaldakur