Vilt þú hafa þitt að segja um fjárhagsáætlun Garðabæjar?
Íbúum Garðabæjar gefst nú kostur á að senda inn ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025. Hægt er að senda inn ábendingar til 4. nóvember 2024.
-
Íbúum Garðabæjar gefst nú kostur á að senda inn ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.
Garðabær leitar til íbúa og kallar eftir ábendingum frá þeim varðandi gerð fjárhagsáætlunar 2025 . Ábendingar geta snúið að tillögum til hagræðingar, nýjum verkefnum og verkefnum sem leggja þarf áherslu á.
Íbúar geta sent inn ábendingarnar á sérstakri samráðsgátt sem hefur verið sett upp vegna fjárhagsáætlunargerðarinnar. Þar er hægt að velja mismunandi flokka og setja inn ábendingar varðandi þann málaflokk, einnig er hægt að færa rök og setja inn athugasemdir við tillögur sem búið er að setja inn. Opið er fyrir ábendingar til 4. nóvember 2024.
Flokkarnir sem um ræðir:
- Umhverfis- og skipulagsmál
- Íþrótta- og tómstundamál
- Leikskólar og dagvistun
- Velferðarþjónusta
- Rekstur skattar, stjórnsýsla og álagning
- Menningarmál
- Grunnskólar
- Annað
Áttundi flokkurinn sem er merktur „Annað“ er hugsaður til að leggja fram tillögur sem ekki eiga heima undir yfirflokkunum sjö.
Þátttaka í samráðsgáttinni er valkvæð og vinnsla þeirra upplýsinga sem safnast byggir á samþykki þátttakenda sem gefið er við innskráningu. Allar ábendingar verða teknar til skoðunar milli umræðna í bæjarstjórn Garðabæjar.
Hlekkur á samráðsgáttina: Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025