21. jan. 2026

Viltu efla færni þína til að takast á við uppeldishlutverkið?

Fræðslu- og frístundasvið og velferðarsvið Garðabæjar bjóða upp á námskeið fyrir foreldra sem vilja auka færni sína til að takast á við uppeldishlutverkið.

Á námskeiðinu munu reynslumiklir uppeldisráðgjafar gefa gagnleg ráð og kenna aðferðir til að draga úr vægum hegðunarvanda, auka samstarfsvilja og ýta undir færni barnsins til að takast á við daglegt líf.
Boðið verður upp á notalega kvöldstund þar sem foreldrum gefst tækifæri til þess að auka færni sína og læra nýjar uppeldisaðferðir.

Námskeiðið er um tvær klukkustundir og er haldið mánudaginn 26. janúar klukkan 19:30, í Sveinatungu á Garðatorgi.

Skráning fer fram hérna. 

Þátttökugjald er 2.500 kr.  fyrir fjölskyldu, greiðsluseðill verður sendur út við skráningu.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Garðabæ í síma 525-8500.

Viðburðurinn á Facebook.