9. des. 2020

Vindflokkarinn Kári úr notkun til 13. desember

Nú er að fara af stað viðhald á nýju vinnslulínunni í móttöku-og flokkunarstöð SORPU sem stendur til sunnudagsins 13. desember. Íbúar í Garðabæ eru beðnir um að henda ekki plasti eins og venjulega í almenna sorpið á meðan á því stendur heldur fara með það í grenndargáma.  

  • Vindflokkarinn Kári
    Vindflokkarinn Kári sem flokkar plast frá öðrum úrgangi.

Nú er að fara af stað viðhald á nýju vinnslulínunni í móttöku- og flokkunarstöð SORPU sem stendur til sunnudagsins 13. desember nk. 

Meðal þess sem verður gert er þétting á milli færibanda, flotun á gólfum til að fyrirbyggja söfnun vatns og sorps í polla, uppfærslur á færiböndum og uppfærsla á forriti stjórnkerfis og fleira. Meðan þessi vinna fer fram er ekki tekið á móti sorpi frá sorphirðu í vinnslulínuna og er allt sorp því baggað og sent í Álfsnes til urðunar meðan á þessu stendur. Vindskiljan Kári er hluti af vinnslulínunni og verður sömuleiðis ekki í rekstri til 13. desember.

Sjá tilkynningu á vef SORPU.

Íbúar í Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi eru því beðnir um að henda ekki plasti í pokum með almenna sorpinu eins og venjulega meðan á þessu stendur, heldur fara með það í grenndargáma eða á endurvinnslustöðvar.

 Á kortavef Garðabæjar er hægt að sjá hvar grenndargámastöðvar eru staðsettar í bænum. (Smellið á ,,hagnýtar upplýsingar" í valstiku hægra megin og hakið þar við grenndargáma)