1. jún. 2018

Vinnumenning á karla- og kvennavinnustöðum

Miðvikudaginn 30. maí flutti Laufey Axelsdóttir doktorsnemi í kynjafræðum erindi fyrir hóp karlmanna sem starfa innan leikskóla Garðabæjar um einkenni vinnumenningar á kvenna- og karlavinnustöðum.

  • Vinnumenning á karla- og kvennavinnustöðum
    Vinnumenning á karla- og kvennavinnustöðum

Miðvikudaginn 30. maí flutti Laufey Axelsdóttir, doktorsnemi í kynjafræðum, erindi fyrir hóp karlmanna sem starfa innan leikskóla Garðabæjar um einkenni vinnumenningar á kvenna- og karlavinnustöðum.

Í erindi sínu varpaði Laufey ljósi á það hvort og þá hvernig vinnumenning skipti máli þegar kemur að því að stuðla að auknu kynjajafnvægi á vinnustöðum. 

Laufey tengdi umfjöllun sína við niðurstöður rannsóknar sinnar á vinnumenningu tveggja leikskóla sem framkvæmd var á árunum 2012 - 2013. Í rannsókninni kannaði hún m.a. viðhorf leikskólastarfsmanna til leikskólakennarastarfsins og þeirra væntinga sem gerðar voru til kvenna og karla sem störfuðu innan leikskólanna.

Vinnumenning á karla- og kvennavinnustöðum