8. jún. 2023

Vinnuskólinn fer af stað

Skólinn hefst fimmtudaginn 8. júní kl. 8.30 hjá nemendum sem fæddir eru 2007 og 2008 og mánudaginn 12. júní hjá þeim sem eru fæddir árið 2009.

 

  • Vinnuskóli 2019
    Vinnuskóli 2019

Vinnuskóli Garðabæjar er fyrir 14 - 16 ára ungmenni (fædd árin 2009, 2008 og 2007).

Skólinn hefst fimmtudaginn 8. júní kl. 8.30 hjá nemendum sem fæddir eru 2007 og 2008 og mánudaginn 12. júní hjá þeim sem eru fæddir árið 2009.

  • Nemendur búsettir á Álftanesi mæta í Félagsmiðstöðina Elítuna.
  • Aðrir mæta í Garðaskóla, norðurbyggingu.
  • Áætlaður lokadagur Vinnuskólans er miðvikudaginn 26. júlí.

Vinnutími

14 ára (fædd 2009): Mætt er fyrir hádegi fjóra daga í viku, frá kl.8:30 til kl.12. Fimmta daginn er í boði þátttaka í forvarna- og hópeflisverkefninu Egó. Daglegur vinnutími reiknast 3,5 klst. en 2 klst. þegar mætt er í Egó. Samtals 16 tímar á viku.

15-16 ára (fædd árin 2008 og 2007 ): Unnið frá kl.8:30 til 12 og frá kl. 13:00 til 15:30. Daglegur vinnutími reiknast 6 klst. Unnið er 3,5 klst. fyrir hádegi á föstudögum. Samtals möguleiki á 27,5 klst. vinnu á viku. Vinnuskólinn áskilur sér rétt til að takmarka frekar vinnutíma ef skráning fer fram úr áætlunum.


Dagskrá

Almenn störf og áherslur í Vinnuskóla eru garðyrkja, gróðursetning, hirðing á lóðum og opnum svæðum bæjarins og skipulagt tómstundastarf.

Allt um vinnuskóla Garðabæjar hér:  Upplýsingar fyrir Vinnuskólann sumarið 2023.