11. jan. 2021

Vinsamlegast ekki fóðra fugla á göngustígum og opnum svæðum

Að gefnu tilefni er rétt að benda á að þetta er talið óæskilegt að fóðra fugla á göngustígum og opnum svæðum bæjarins.

  • Fóðrun fugla á opnum svæðum

Á veturna hafa íbúar stundum borið brauðafganga og jafnvel matarafganga út á opin svæði og göngustíga í Garðabæ í þeim tilgangi að gefa fuglunum. Að gefnu tilefni er rétt að benda á að þetta er talið óæskilegt þar sem það skapar óþrifnað í bænum og hænir að fuglalíf sem er óþarfi að laða að byggðinni s.s. hrafna og máva.

Athugið að það er í góðu lagi að íbúar hugsi til smáfuglanna með brauðmolum og korngjöfum heima á eigin lóðum.

Markmið okkar allra er snyrtilegur bær.