9. maí 2019

Vorhreinsun lóða 13.-24. maí

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Garðabæjar og verktakar verða á ferðinni þessa daga og fjarlægja garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk

  • Vorhreinsun lóða
    Vorhreinsun lóða

Vorhreinsun lóða í Garðabæ verður dagana 13.-24. maí nk. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Garðabæjar og verktakar verða á ferðinni þessa daga og fjarlægja garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Bæjarbúar eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu bæjarins því að vorhreinsun lokinni verða lóðahafar sjálfir að flytja garðaúrgang í endurvinnslustöðvar SORPU, sorpa.is , og/eða nýta safnkassa á lóðum. 

Passa skal sérstaklega að greinar og gróður hindri ekki umferð og sýn á gangstígum og gangstéttum. Greinar og felld tré sem sett eru við lóðamörk verða fjarlægð á sömu dögum. 

Hér er hægt að nálgast mikinn fróðleik um gróður á lóðum, s.s. um umhirðu trjágróðurs og leiðbeiningar um umhirðu garða.

Hreinsun á garðúrgangi:

13-15. maí Flatir, Ásgarður, Fitjar, Hólar, Ásar, Grundir, Sjáland, Arnarnes, Akrar, Vífilsstaðir, Urriðaholt
16.-21. maí Tún, Mýrar, Garðatorg, Móar, Byggðir, Lundir, Búðir, Bæjagil, Hæðahverfi, Hnoðraholt
22.-24.maí Álftanes, Garðahverfi, Prýði, Hleinar og v. Álftanesveg