Er barnið þitt að byrja í grunnskóla? Svona getur þú kynnt þér skólana
Forráðafólki og væntanlegum nemendum gefst kostur á að koma í heimsókn í grunnskólana í Garðabæ frá 1. -10. mars.
Innritun nemenda í 1. bekk (f. 2019) og 8. bekk (f. 2012) fer fram dagana 1. - 10. mars nk. Innritað er á þjónustugátt Garðabæjar.
Athugið aðeins er nauðsynlegt að innrita þá nemendur í 8. bekk sem skipta um skóla. Innritun lýkur 10. mars nk. Sömu daga fer fram skráning vegna nemenda í 2.-9. bekk sem óska eftir að flytjast á milli skóla. Áríðandi er að foreldrar tilkynni óskir um flutning milli skóla fyrir 10. mars nk. Innritun þeirra barna sem óska eftir dvöl á frístundaheimilum Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Urriðaholtsskóla á næsta ári fer einnig fram þessa sömu daga. Hún er einnig á þjónustugátt Garðabæjar. Sama gildir fyrir sérstakt frístundaúrræði Garðahraun sem er fyrir nemendur í 5.-10. bekk. Mikilvægt er að sótt sé sem fyrst um dvöl á frístundaheimilum.
Ef umsóknir fyrir næsta skólaár berast fyrir 15. júní fær barnið pláss á umbeðnu frístundaheimili. Umsóknir sem berast eftir þann tíma eru afgreiddar með tilliti starfsmannahalds hverju sinni.
Athygli er vakin á að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í grunnskólum annarra sveitarfélaga og sjálfstætt reknum grunnskólum skólaárið 2025-2026 er til 1. apríl, sótt er um skólavist utan sveitarfélags í gegnum þjónustugátt Garðabæjar. Vakin er athygli á að umsókn fyrir nemanda sem stundar nám í grunnskóla utan Garðabæjar þarf að endurnýja fyrir hvert skólaár.
Kynningar í grunnskólum
Forráðafólki og væntanlegum nemendum gefst kostur á að koma í heimsókn í grunnskólana í Garðabæ frá 1. -10. mars. Gestum gefst þá kostur á að skoða skólana í fylgd starfsmanna og/eða nemenda. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu skólanna og bókið heimsókn sé óskað eftir því eða mætið
á opið hús þar sem það á við. Forráðafólk og væntanlegir nemendur eru hvattir til að skoða vefsíður skólanna. Þar má finna gagnlegar upplýsingar og margskonar fróðleik um skólastarfið. Kynningarefni er aðgengilegt á vefsíðum skólanna.
ALÞJÓÐASKÓLINN
Hafið samband við skrifstofu skólans í síma: 594-3100 eða sendið tölvupóst á netfangið:
admin@internationalschool.is
ÁLFTANESSKÓLI
Hafið samband við skrifstofu skólans í síma: 540 4700 eða sendið tölvupóst á netfangið: alftanesskoli@alftanesskoli.is
BARNASKÓLI HJALLASTEFNUNNAR
Hafið samband í S.555 7710, eða sendið tölvupóst á netfangið:
barnaskolinngbr@hjalli.is
FLATASKÓLI
Hafið samband við skrifstofu skólans í síma: S. 513 3500 eða sendið tölvupóst á netfangið: flataskoli@flataskoli.is
GARÐASKÓLI
Opið hús og kynning fyrir nemendur og foreldra verður þriðjudaginn 4. mars frá 17:00 – 18:00 annars vegar og hins vegar frá 20:00 – 21:00. Hafið samband við skrifstofu skólans ef óskað er eftir að koma á öðrum tíma í síma 590 2500 eða sendið tölvupóst á netfangið: gardaskoli@gardaskoli.is
HOFSSTAÐASKÓLI
Hafið samband við skrifstofu skólans í síma: 590 8100 eða sendið tölvupóst á netfangið: hskoli@hofsstadaskoli.is
SJÁLANDSSKÓLI
Opið hús og kynning verður mánudaginn 3. mars kl. 16:00 – 17:00. Hafið samband við skrifstofu skólans ef óskað er eftir að koma á öðrum tíma, í síma: 590 3100 eða sendið tölvupóst á netfangið: sjalandsskoli@sjalandsskoli.is
URRIÐAHOLTSSKÓLI
Hafið samband við skrifstofu skólans í síma: 591 9500 eða sendið tölvupóst á netfangið: urridaholtsskoli@urridaholtsskoli.is