Fréttir: febrúar 2015 (Síða 3)
Fyrirsagnalisti

Fjölmenningarlegt leikskólastarf á degi leikskólans
Föstudaginn 6. febrúar er dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins. Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við. Í ár hafa leikskólar Garðabæjar ákveðið að vekja sérstaka athygli á fjölmenningarlegu leikskólastarfi í tilefni af degi leikskólans.
Lesa meira

Safnanótt í kvöld og Sundlauganótt annað kvöld
Í kvöld, föstudagskvöldið 6. febrúar er hin árlega Safnanótt haldin. Söfnin í Garðabæ bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og eru með opið hús frá kl. 19 til miðnættis, ókeypis aðgangur er í öll söfnin á Safnanótt. Ókeypis aðgangur verður í Álftaneslaug á Sundlauganótt laugardaginn 7. febrúar frá kl. 18 til miðnættis.
Lesa meira
Síða 3 af 3
- Fyrri síða
- Næsta síða