Fréttir: febrúar 2015 (Síða 2)
Fyrirsagnalisti

Síðasta sýningarvika á sýningunni Ertu tilbúin frú forseti?
Í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg stendur nú yfir síðasta sýningarvika á hinni vinsælli sýningu ,,Ertu tilbúin frú forseti?". Sýningin opnaði fyrir rúmu ári síðan og henni lýkur sunnudaginn 22. febrúar nk. Á sýningunni er til sýnis bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996.
Lesa meira

Furðuverur heimsóttu þjónustuverið
Fjölmargar furðuverur í alls konar búningum sáust á sveimi um Garðatorgið og víðar í Garðabæ á Öskudaginn, 18. febrúar. Að loknum skóladegi voru mörg börn sem komu við í þjónustuverinu á Garðatorgi og sungu þar fallega fyrir starfsmenn og gesti.
Lesa meira

Skíðasvæðin opin lengur í vetrarfríinu
Þessa dagana er vetrarfrí í grunnskólum Garðabæjar og af því tilefni verður opið lengur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum dagana 12.-13. febrúar eða frá kl. 11 til 21 að því gefnu að veður leyfi.
Lesa meira

Skíðasvæðin opin lengur í vetrarfríinu
Þessa dagana er vetrarfrí í grunnskólum Garðabæjar og af því tilefni verður opið lengur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum dagana 12.-13. febrúar eða frá kl. 11 til 21 að því gefnu að veður leyfi.
Lesa meira

Opið hús á Safnanótt
Hin árlega Safnanótt var haldin föstudagskvöldið 6. febrúar sl. Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík og þetta var í sjötta sinn sem söfn í Garðabæ tóku þátt í hátíðinni. Hönnunarsafn Íslands, burstabærinn Krókur á Garðaholti og Bókasafn Garðabæjar á Garðatorgi og á Álftanesi voru með opið hús frá kl. 19 til miðnættis á Safnanótt.
Lesa meira

Sundlauganótt í Álftaneslaug
Álftaneslaug tók þátt í Sundlauganótt sem var haldin laugardagskvöldið 7. febrúar sl. Sundlauganótt er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík og fjölmargar sundlaugar af öllu höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í ár. Þetta var í annað sinn sem Álftaneslaug tók þátt í Sundlauganótt og boðið var upp á dagskrá í lauginni í samstarfi við menningar- og safnanefnd Garðabæjar. Ókeypis aðgangur var í sundlaugina sem var opin til miðnættis þetta kvöld.
Lesa meira

Opið hús á Safnanótt
Hin árlega Safnanótt var haldin föstudagskvöldið 6. febrúar sl. Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík og þetta var í sjötta sinn sem söfn í Garðabæ tóku þátt í hátíðinni. Hönnunarsafn Íslands, burstabærinn Krókur á Garðaholti og Bókasafn Garðabæjar á Garðatorgi og á Álftanesi voru með opið hús frá kl. 19 til miðnættis á Safnanótt.
Lesa meira

Sundlauganótt í Álftaneslaug
Álftaneslaug tók þátt í Sundlauganótt sem var haldin laugardagskvöldið 7. febrúar sl. Sundlauganótt er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík og fjölmargar sundlaugar af öllu höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í ár. Þetta var í annað sinn sem Álftaneslaug tók þátt í Sundlauganótt og boðið var upp á dagskrá í lauginni í samstarfi við menningar- og safnanefnd Garðabæjar. Ókeypis aðgangur var í sundlaugina sem var opin til miðnættis þetta kvöld.
Lesa meira

Þróunarsjóður grunnskóla – nýbreytni í skólastarfi
Skólar í Garðabæ geta nú í fyrsta sinn sótt um sérstakan styrk til skólaþróunar í Þróunarsjóð grunnskóla í Garðabæ. Skólanefnd grunnskóla hefur unnið reglur fyrir sjóðinn sem bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á fundi sínum 5. febrúar. Sjóðurinn hefur til umráða 25 milljónir á árinu 2015, en grunnskólar í bænum geta sótt um í sjóðinn til 1. mars og aftur í haust.
Lesa meira

Fjölmenningarlegt leikskólastarf á degi leikskólans
Föstudaginn 6. febrúar er dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins. Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við. Í ár hafa leikskólar Garðabæjar ákveðið að vekja sérstaka athygli á fjölmenningarlegu leikskólastarfi í tilefni af degi leikskólans.
Lesa meira

Safnanótt í kvöld og Sundlauganótt annað kvöld
Í kvöld, föstudagskvöldið 6. febrúar er hin árlega Safnanótt haldin. Söfnin í Garðabæ bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og eru með opið hús frá kl. 19 til miðnættis, ókeypis aðgangur er í öll söfnin á Safnanótt. Ókeypis aðgangur verður í Álftaneslaug á Sundlauganótt laugardaginn 7. febrúar frá kl. 18 til miðnættis.
Lesa meira

Þróunarsjóður grunnskóla – nýbreytni í skólastarfi
Skólar í Garðabæ geta nú í fyrsta sinn sótt um sérstakan styrk til skólaþróunar í Þróunarsjóð grunnskóla í Garðabæ. Skólanefnd grunnskóla hefur unnið reglur fyrir sjóðinn sem bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á fundi sínum 5. febrúar. Sjóðurinn hefur til umráða 25 milljónir á árinu 2015, en grunnskólar í bænum geta sótt um í sjóðinn til 1. mars og aftur í haust.
Lesa meira
Síða 2 af 3