Aðgerðaráætlun í málefnum eldra fólks
Í stefnunni er lögð áhersla á að málefni eldra fólks séu mikilvægur grunnur að sterku og blómlegu samfélagi.
Öldungaráð Garðabæjar hefur unnið nýja aðgerðaráætlun í málefnum eldra fólks sem fyrir árin 2025–2026. Áætlunin byggir á stefnu Garðabæjar í málefnum eldra fólks sem samþykkt var í bæjarstjórn 19. maí 2016 og gildir til ársins 2026.
Í stefnunni er lögð áhersla á að málefni eldra fólks séu mikilvægur grunnur að sterku og blómlegu samfélagi. Þar kemur fram skýr framtíðarsýn þar sem markvisst er unnið að framþróun á breiðum vettvangi með það að markmiði að efla lífsgæði eldra fólks. Við stefnumótunina var lögð áhersla á heildstæða sýn á alla þjónustu bæjarins og samstarf við aðra þjónustuveitendur sem sinna þjónustu við eldra fólk.
Aðgerðaráætlunin 2025–2026 tekur mið af þessum áherslum og dregur skýrar fram markmið, aðgerðir, ábyrgð, framkvæmd og tímaramma þeirra verkefna sem Garðabær mun vinna með í nánu samstarfi við þjónustuveitendur. Hún er í 12 köflum og hefur það meginmarkmið að tryggja áframhaldandi þróun og gæði þjónustu við eldra fólk í Garðabæ.
Stefna bæjarins í málefnum eldra fólks er lifandi plagg sem tekur mið af samfélagslegri þróun, nýjustu þekkingu og þörfum íbúa hverju sinni. Með nýrri aðgerðaráætlun er stigið mikilvægt skref í átt að því að efla þjónustu og skapa enn betri lífsskilyrði fyrir eldri kynslóðir íbúa Garðabæjar.
Kynntu þér aðgerðaráætlunina hér
Virkniþing eldra fólks
Við minnum einnig á Virkniþing eldra fólks í Garðabæ - 26. ágúst klukkan 13:00 í Miðgarði.
Nánar hér: Virkniþing Garðabæjar