26. sep. 2019

Aflagning hitaveitubrunns við Bæjargil

Í dag, fimmtudaginn 26. september, verður byrjað að grafa við Bæjargil þar sem á að afleggja hitaveitubrunn sem er staðsettur á hringtorgi norðan við Bæjargilið.

  • Hitaveitubrunnur við hringtorgið hjá Bæjargili
    Hitaveitubrunnur við hringtorgið hjá Bæjargili

Í ágúst var hafist handa við að afleggja hættulega hitaveitubrunna í Garðabæ. Byrjað var á hitaveitubrunn sem var staðsettur við Hofsstaðabraut en nú á að byrja framkvæmdir við hitaveitubrunn sem er staðsettur á hringtorgi norðan við götuna Bæjargil.  Það eru Veitur sem standa að framkvæmdunum við að taka hitaveitubrunnana úr notkun.

Í dag, fimmtudaginn 26. september, verður byrjað að grafa við Bæjargil og gera má ráð fyrir að gangandi og akandi umferð verði beint framhjá vinnusvæðinu á meðan á framkvæmdum stendur næstu vikur. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hafa aðgát þegar farið er framhjá. 

Sjá einnig frétt hér á vef Garðabæjar frá því í ágúst um aflagningu hitaveitubrunna.