9. des. 2019

Foreldrar sæki börn í skólann fyrir kl. 15 þriðjudaginn 10. desember

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið vegna veðurs á morgun þriðjudaginn 10. desember frá kl. 15.  Röskun á skólastarfi verður virkjuð á morgun þriðjudag og verða foreldar og forráðamenn beðnir um að sækja börn sín í skólann fyrir klukkan 15:00. Ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir klukkan 13:00.

  • Röskun á skólastarfi
    Röskun á skólastarfi

Þriðjudagur 10. desember kl. 10:30

Sjá nýja frétt hér um tilkynningu vegna óveðurs. 


Þriðjudagur 10. desember kl. 08:30:

Vegna appelsínugulrar viðvörunar þurfa foreldrar/forráðamenn að sækja börn sín í skóla eða frístundastarfsemi fyrir klukkan 15:00 í dag, þriðjudag 10. desember.

Lagt er til að æfingar og önnur frístundastarfsemi sem á að hefjast eftir kl. 15:00 verði felld niður. Spáð er miklu hvassviðri frá 15:00 og fram á nótt.

Schools and leisure activities in Reykjavík Capital Area / Garðabær will be disrupted because of an orange storm warning today Dec. 10. Authorities urge people to pick up their children before 15:00 hours.

All leisure activities will be cancelled after 15:00. 


Mánudagur 9. desember kl. 18:55:
Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið vegna veðurs á morgun þriðjudaginn 10. desember frá kl. 15.  Gert er ráð fyrir að upp úr hádegi fari að hvessa og gul viðvörun verður í gildi frá kl. 13-15 þriðjudaginn 10. desember þar til appelsínugula viðvörunin tekur við. 

Röskun á skólastarfi - foreldrar sæki börnin í skólann fyrir kl. 15

Engin röskun verður á skólastarfi í fyrramálið.
En röskun á skólastarfi verður virkjuð á síðar á morgun þriðjudag og verða foreldar og forráðamenn beðnir um að sækja börn sín í skólann fyrir klukkan 15:00. Ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir klukkan 13:00.

Tilkynning til foreldra verður send út á morgun þriðjudag með nákvæmum tímasetningum og einnig sett hér inn á vef Garðabæjar. 

Almenn tilmæli um röskun á skólastarfi - upplýsingar á vef slökkviliðisins.
Disruption of School operations - general information  

Fylgist með veðurspám í kvöld og á morgun og farið eftir tilmælum

Á vef Veðurstofu Íslands er hægt að sjá upplýsingar um veðurspána fyrir morgundaginn og síðan uppfærist ef einhverjar breytingar verða. 

Íbúar eru beðnir um að huga að lausum munum í kvöld mánudag til að koma í veg fyrir foktjón.

Samgöngutruflanir eru líklegar á meðan veðrið gengur yfir og truflanir á flugsamgöngum. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni.

Íbúar eru beðnir um að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum og hlýða fyrirmælum og tilmælum Veðurstofu, lögreglu og almannavarna.