Atvinnulóð í Molduhrauni í Garðabæ
Garðabær auglýsti nýverið til sölu byggingarrétt fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni Garðahraun 1 á athafnasvæðinu í Molduhrauni.
Garðabær auglýsti nýverið til sölu byggingarrétt fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni Garðahraun 1 á athafnasvæðinu í Molduhrauni. Stærð lóðarinnar er um 15.000 m2 og liggur vestast í Molduhrauni við mörk Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Heildar byggingarmagn er um 12.000 m2, í samræmi við nýtingarhlutfall lóðarinnar sem er 0,8 og skilgreint í ný endurskoðuðu deiliskipulagi Molduhrauns.
Tilboð í byggingarrétt á lóðinni skulu berast Garðabæ rafrænt í gegnum þjónustugáttina Minn Garðabær eigi síðar en 5. desember 2019. Sjá nánar hér.