18. ágú. 2021

Atvinnulóðir í Þorraholti

Garðabær auglýsir til sölu byggingarrétt fyrir atvinnuhúsnæði á lóðunum Þorraholt 2 og 4 í Hnoðraholti norður.

  • Atvinnulóðir í Garðabæ
    Garðabær auglýsir til sölu byggingarrétt fyrir atvinnuhúsnæði á lóðunum Þorraholt 2 og 4 í Hnoðraholti norður.

Atvinnulóðirnar eru í framhaldi af fyrirhuguðu íbúðahverfi í Hnoðraholti. Opið svæði verður efst á holtinu og grænir geirar niður hlíðarnar tengja háholtið við nærliggjandi svæði og brýtur upp byggðina á holtinu í minni reiti. Lóðirnar eru í nálægð við góðar samgönguæðar, stofnstíg hjólreiða og göngustíga.

Stærð lóðarinnar fyrir Þorraholt 2 er 6.278 m2 og 4768 m2 fyrir Þorraholt 4. Lóðirnar liggja á einkar góðum stað á norðvesturhluta svæðisins við gatnamót Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar, með aðkomu frá Þorraholti. Heildar byggingarmagn Þorraholts 2 er um 12.000 m2, með bílakjallara í samræmi við nýtingarhlutfall lóðarinnar sem er 1,9 og skilgreint í nýju deiliskipulagi Hnoðraholts norður. Heildarbyggingarmagn Þorraholts 4 er um 12.500 m2 með bílakjallara, í samræmi við nýtingarhlutfall lóðarinnar sem er 2,6.

Tilboð í byggingarrétt á lóðunum skulu berast Garðabæ fyrir kl. 13:30 fimmtudaginn 9. september 2021. Hér er hægt að sjá auglýsingu þar sem eru hlekkir í skipulagsgögn og úthlutunarskilmála með nánari upplýsingum.