23. jan. 2024

Auglýsing um afreksstyrki ÍTG

Veittir styrkir eru hvatning til frekari framfara og til að mæta útlögðum kostnaði vegna þjálfunar og keppni.

Íþrótta og tómstundaráð Garðabæjar auglýsir eftir umsóknum um afreksstyrki fyrir einstaklinga og hópa, skv. afreksstefnu ÍTG grein 3.3, á vef bæjarins.

 

Úthlutunarreglur afreksstyrkja

Þeir aðilar, einstaklingar eða lið, sem til greina koma vegna afreksstyrkveitinga skv. gr. 3.3. eru:

a. Þeir sem stunda einstaklingsíþróttir með íþróttafélagi í Garðabæ.

b. Þeir sem eiga lögheimili í Garðabæ og stunda íþróttir með íþróttafélagi utan Garðabæjar, enda er viðkomandi íþróttagrein ekki stunduð í Garðabæ.

ÍTG getur einnig að eigin frumkvæði komið með tillögur til bæjarstjórnar um styrkveitingar, telji ráðið það eiga við.

Veittir styrkir eru hvatning til frekari framfara og til að mæta útlögðum kostnaði vegna þjálfunar og keppni.

Allir íþróttamenn sem þiggja styrk skulu hlíta þeim reglum sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands setur um lyfjanotkun og lyfjaeftirlit svo og þeim almennu siða- og agareglum sem gilda um framkomu íþróttamanna innan vallar sem utan. Viðkomandi íþróttamenn skulu jafnframt koma fram í skólum og hjá félögum í bænum sé þess óskað af hálfu ÍTG.

Umsóknir um afreksstyrki skulu berast til íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar fyrir 1. febrúar 2024 á þar til gerðum eyðublöðum á „þjónustugátt Garðabæjar“.

Með öllum umsóknum skal leggja fram afreksstefnu viðkomandi félags.

Upplýsingar veitir íþróttafulltrúi Garðabæjar s. 525 8548 eða karijo@gardabaer.is