Auglýst eftir umsóknum um menningarstyrk
Umsóknarfrestur um til styrk til menningarstarfsemi í Garðabæ er til 1. október.
Menningar- og safnanefnd Garðabæjar auglýsir nú eftir umsóknum frá einstaklingum og félagasamtökum um styrk til eflingar á menningarlífi í Garðabæ. Umsóknarfrestur er til 1. október.
Markmiðið með menningarstyrkjum er að styðja við menningarstarfsemi í Garðabæ og styrkja einstaklinga og félagasamtök til lista- og menningarsköpunar.
Umsóknum skal skilað með rafrænum hætti í gegnum þjónustugátt á vefsíðu Garðabæjar fyrir 1. október. Reglur vegna úthlutunar styrkja má nálgast hérna. Athugið að á fundi bæjarráðs Garðabæjar þann 3. september var ákveðið að framlengja umsóknarfrestinum til 1. október.
Menningar- og safnanefnd fer yfir umsóknir og metur þær eftir markmiðum verkefna og hvernig þau nýtast til að efla fjölbreytt menningarlíf, bæjarbúum og listamönnum í Garðabæ til góðs í samræmi við menningarstefnu bæjarins.
Miðað er við að úthlutun sé lokið fyrir 1. nóvember.