2. sep. 2024 Menning og listir

Bjarni Thor og Ástríður Alda hleypa af stað tónleikaröðinni Tónlistarnæring

Þau Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari stíga á stokk á hádegistónleikum á miðvikudaginn.

  • Fyrsta tónlistarnæring haustsins með Bjarna Thor og Ástríði Öldu
    Þau Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari stíga á stokk á hádegistónleikum á miðvikudaginn.

Tónleikaröðin Tónlistarnæring hefst á miðvikudaginn 4. september þegar þau Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari stíga á stokk. Þau blása áhorfendum kjark í brjóst í upphafi hausts með með kraftmiklum sönglögum og hressandi aríum.

Bjarni Thor starfar sem óperusöngvari og leikstjóri og hefur sungið við óperuhús út um allan heim undanfarna áratugi. Ástríður Alda er ein af fremstu píanóleikurum landsins. Hún hefur komið víða fram á tónleikum, ýmist sem einleikari eða með öðrum tónlistarmönnum.

Tónlistarnæring eru hádegistónleikar sem fara fram fyrsta miðvikudag í mánuði í haust klukkan 12:15 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Tónleikarnir eru 30 mínútna langir og er aðgangur ókeypis.