1. des. 2022

Félagsmiðstöðin Urri opnaði í Urriðaholtsskóla

Þriðjudaginn 29. nóvember sl.var fyrsta opnun hjá félagsmiðstöðinni Urra í Urriðaholtsskóla. 

  • Opnun á félagsmiðstöðinni Urra í Urriðaholtsskóla
    Opnun á félagsmiðstöðinni Urra í Urriðaholtsskóla

Þriðjudaginn 29. nóvember sl.var fyrsta opnun hjá félagsmiðstöðinni Urra í Urriðaholtsskóla. Nafnið Urrið varð fyrir valinu á félagsmiðstöðinni eftir frábært nemendaþing í Urriðaholtsskóla fyrr í nóvember þar sem nemendur í 5.-8. bekk tóku þátt í hugmyndavinnu og kosningum um nafn á félagsmiðstöðinni. Á nemendaþinginu var einnig ákveðið hvernig opnunartími ætti að vera á félagsmiðstöðinni og hvaða búnað nemendur vildu hafa í félagsmiðstöðinni.

Góð mæting á opnun UrraFélagsmiðstöðin Urri - lógósamkeppni

Félagsmiðstöðin Urri - lógósamkeppni

Fyrsta opnun félagsmiðstöðvarinnar gekk mjög vel og það var góð mæting. Þar voru spilaðir tölvuleikir, spil, farið í eltingaleik, spjallað og að sjálfsögðu var boðið upp á pizzu.
Einnig fór fram lógó-keppni en börnin fengu tækifæri á því að hanna lógó fyrir félagsmiðstöðina og svo fór fram kosning um hvaða lógó ætti að nota.

Leiðarljós að efla félagsfærni, sjálfsmynd og virkni

Hlutverk félagsmiðstöðvarinnar er að styðja við börn og unglinga í gegnum fjölbreytt tómstundastarf. Meginmarkmið starfsins er að veita þeim tækifæri til samveru og stunda heilbrigðar tómstundir undir leiðsögn reyndra tómstundaleiðbeinenda. Leiðarljós starfsins er að efla félagsfærni, sjálfsmynd og virkni unglinganna. Unnið er út frá hugmyndafræði barna- og unglingalýðræðis, hugmyndum og áhugasviði nemenda skólans. Leitað verður eftir röddum barna og unglinganna hvað varðar starfsemi og þær uppákomur sem verða hverju sinni, innra starf og umgjörð.

Félagsmiðstöðin Urri