Fjölmennt á Farsældardegi Garðabæjar
Um 90 starfsmenn Garðabæjar komu saman á vel heppnuðum Farsældardegi.
-
Hópurinn sem stóð að Farsældardeginum: Sædís Gyða Þorbjörnsdóttir, Sólveig Norðfjörð, Anna Eygló Karlsdóttir, Hanna Halldóra Leifsdóttir, Edda Björg Sigurðardóttir, Margrét Björk Björgvinsdóttir, Bjarndís Fjóla Jónsdóttir og Sveinborg Lovísa Hauksdóttir.
Það var fjölmennt í Sveinatungu á Garðatorgi þegar Farsældardagurinn í Garðabæ var haldinn. Þá komu um 90 starfsmenn saman og fóru yfir kjarna farsældarlaganna undir handleiðslu Sólveigar Norðfjörð, verkefnastjóra farsældar.
Meðal þess sem Sólveig fór yfir með þátttakendum var stigskipting farsældar, hlutverk tengiliða og málstjóra og innleiðing farsældarlaga. Einnig voru næstu skref rædd. Eftir fræðslu hófust umræður í hópum þar sem eftirfarandi var til umfjöllunar:
Dagurinn var skipulagður af innleiðingarteymi farsældar og verkefnisstjóra farsældar.
Þátttakendur í Farsældardeginum starfa ýmist á leikskólum, í grunnskólum og á velferðar- eða á fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar og eru hluti af því neti sem veitir farsældarþjónustu.
Markmiðið með faræsldarlögunum er að bæta enn frekar þjónustu við börn og fjölskyldur svo þau fái notið þeirrar aðstoðar sem þau eiga rétt á um leið og þess gerist þörf. Með samþættri þjónustu er hægt að bjóða barni upp á skipulagða og samfellda aðstoð sem mætir þörfum þess hverju sinni. Hérna má lesa nánar um farsældarlögin.