1. sep. 2021

Forkynning á deiliskipulagstillögum í Víðiholti og Breiðumýri

Mánudaginn 30. ágúst sl. var haldinn íbúafundur í beinu streymi þar sem kynntar voru deiliskipulagstillögur fyrir íbúðabyggð í Víðiholti og hesthúsahverfi í Breiðumýri á Álftanesi. Tillögurnar eru í forkynningu til og með 8. september nk.

Mánudaginn 30. ágúst sl. var haldinn íbúafundur þar sem kynntar voru deiliskipulagstillögur fyrir íbúðabyggð í Víðiholti og hesthúsahverfi í Breiðumýri á Álftanesi.  Vegna samkomutakmarkana var ákveðið að hafa fundinn á fjarfundaformi og var fundinum streymt beint á fésbókarsíðu Garðabæjar og vef Garðabæjar.  Þeir sem fylgdust með streyminu gátu sent inn fyrirspurnir í gegnum útsendinguna á fésbókarsíðu bæjarins en jafnframt í t-pósti á meðan á fundinum stóð.  

Fundurinn gekk ágætlega og fjöldi fyrirspurna og ábendingar bárust á meðan á fundinum stóð og ráðgjafar, bæjarstjóri og formaður skipulagsnefndar svöruðu spurningum að lokinni kynningu.  Hér á vef Garðabæjar er hlekkur þar sem hægt er að horfa á upptöku af fundinum og einnig er hægt að horfa á upptöku á fésbókarsíðu bæjarins.  Ábendingar sem komu fram á fundinum verða skoðaðar og upplýsingar teknar saman sem óskað var eftir.  Hægt er að óska eftir að funda með starfsmönnum tækni- og umhverfissviðs með því að hafa samband við bæjarskrifstofur Garðabæjar.

Hægt að senda inn ábendingar til og með 8. september

Tillögurnar eru sem stendur í forkynningu til og með 8. september nk. og hægt er að skila inn ábendingar fyrir þann tíma með því að senda t-póst á netfangið skipulag@gardabaer.is eða skriflega á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7.
Í kjölfarið verður tillagan mótuð enn frekar með það að markmiði að leggja hana fram til auglýsingar og stefnt er að því að þá verði haldinn íbúafundur sem vonandi verður hægt að halda í Álftanesskóla ef aðstæður leyfa.

Auglýsing með tillögunum og öllum gögnum. Smellið hér.
Tillögurnar eru jafnframt aðgengilegar í þjónustuveri Garðabæjar, Garðatorgi 7.

VÍÐIHOLT ÍBÚÐABYGGÐ – tillaga að deiliskipulagi. Forkynning
Tillagan gerir ráð fyrir að íbúðarbyggð á 2-3 hæðum, alls 84 íbúðir í fjölbýli og raðhúsum, aðkomuvegi frá Breiðumýri og opnu svæði til norðvesturs. Einnig er lögð fram til kynningar fornleifaskráning fyrir svæðið.
Sjá gögn í auglýsingunni hér.

HESTHÚSAHVERFI Í BREIÐUMÝRI – tillaga að deiliskipulagi. Forkynning
Tillagan gerir ráð fyrir hesthúsabyggð á Álftanesi en á svæðinu er ekki áður staðfest deiliskipulag.
Tillagan tekur m.a. á hesthúsabyggð, félagsheimili, reiðskemmu og reiðstígum en markmiðið með
deiliskipulaginu er að svæðið falli vel að nærliggjandi íbúðarbyggð.
Sjá gögn í auglýsingu hér.