22. jún. 2020

Forsetakosningar 27. júní 2020

Forsetakosningar verða haldnar laugardaginn 27. júní nk. Í Garðabæ verður kosið á tveimur stöðum í íþróttahúsinu Mýrinni við Skólabraut og í nýjum hátíðarsal Álftanesskóla við Breiðumýri. 

  • Bessastaðir
    Bessastaðir

Forsetakosningar verða haldnar laugardaginn 27. júní nk.  Í Garðabæ verður kosið á tveimur stöðum í íþróttahúsinu Mýrinni við Skólabraut og í nýjum hátíðarsal Álftanesskóla við Breiðumýri.  Kjörfundur hefst kl. 09:00 og stendur til kl. 22:00 þann 27. júní. 

Ástæða þess að kjörfundur er færður í íþróttahúsið Mýrina (í staðinn fyrir Fjölbrautaskólann í Garðabæ eins og í síðustu kosningum) er til að koma til móts við tilmæli yfirkjörstjórnar um að umferð kjósenda sé með þeim hætti að inn- og útgangur úr kjördeildum sé ekki sá sami. Þá verða fjarlægðartakmarkanir tryggðar eins og kostur er.  Kjósendur ganga inn um aðalinngang en gengið verður út um hurðir á vesturgafli hússins í Mýrinni.

Upplýsingar um kosningarnar eru að finna á kosningavef Stjórnarráðsins, kosning.is.  

Einnig má finna hér á vef Garðabæjar upplýsingar um kjördeildir og kjörskrá.