20. nóv. 2023

Fundir með forráðafólki leikskólabarna

Markmið Garðabæjar með breytingum á skipulagi og starfsumhverfi leikskólanna er að skapa meiri stöðugleika í leikskólastarfinu.

 

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á fundi sínum 16. nóvember 2023 fimmtán tillögur að betra starfsumhverfi leikskóla Garðabæjar.

Markmið Garðabæjar með breytingum á skipulagi og starfsumhverfi leikskólanna er að skapa meiri stöðugleika í leikskólastarfinu.

Mæta þarf breytingunni á þjónustu gagnvart fjölskyldum og breytingarnar eru settar fram með sveigjanleika í vistun barna sem mikilvægan þátt þannig að fjölskyldurnar velji sinn ramma innan 40 tíma vistunar á viku að jafnaði :

  • Hægt er að velja daga og vikur í dvöl sem henta þörfum fjölskyldunnar.
  • Skrá þarf breytingar á vistun barnanna fyrir 20 hvers mánaðar ef gera á breytingar en ef dvöl helst óbreytt þarf ekki að skrá hana mánaðarlega. Leiðbeiningar verða sendar út áður en breytingarnar taka gildi.
  • Leikskólagjöld lækka frá og með 37 klst. miðað við núverandi gjaldskrá en hækka fyrir næstu tvær klst. (39 og 40 ) þó aðeins sem nemur verðlagsþróun. Áfram verður hægt að sækja um afslátt sem er tekjutengdur. Gjaldskrá hvetur þær fjölskyldur sem geta til að stytta dvalartíma frekar og hún hækkar ekki að raunvirði.

Hér má lesa ítarlega umfjöllun um aðgerðirnar, en leikskólaþjónusta Garðabæjar hefur staðið traustum fótum í gegnum tíðina og hlutfall fagmenntaðs starfsfólks hefur verið hátt. Umtalsvert álag hefur þó verið á þjónustunni undanfarið, veikindahlutfall starfsmanna er hátt og fáliðunarreglu hefur þurft að beita í haust.


Betra umhverfi leikskóla

 

Garðabær hefur boðið foreldrum og forráðafólki til fundar vegna fyrirhugaðra breytinga, en áætlað er að þær taki að hluta gildi 1. febrúar 2024

Glærur frá fundinum

Fyrsti fundurinn var haldinn föstudaginn 17. Nóvember en enn er hægt að skrá sig á tvo fundi sem verða 21. nóvember.

Skráning á fundi 21. nóvember

Að auki verður fundur fyrir enskumælandi foreldra og forráðamenn þann 23. nóvember

Skráning hér / Registration here