10. feb. 2025

Garðabær var á Atvinnudögum HÍ

Fulltrúar frá Garðabæ tóku vel á móti nemendum á Háskólatorgi á Atvinnudögum HÍ og kynntu spennandi atvinnumöguleika hjá bænum.

Atvinnudagar HÍ fóru fram dagana 3. - 7. febrúar, þar var lögð sérstök áhersla á atvinnumál og undirbúning nemenda HÍ fyrir þátttöku á vinnumarkaði. Garðabær var á Háskólatorgi á föstudeginum og kynntu fulltrúar frá bænum hina ýmsu atvinnumöguleika sem eru í boði hjá Garðabæ.

Allmargir áhugasamir háskólanemendur litu við, tóku píluleik og fengu innsýn inn í fjölbreytta starfsemi Garðabæjar í leiðinni.

Atvinnudagar25

Fulltrúar frá Garðabæ voru á Háskólatorgi til að kynna starfsemi Garðabæjar og atvinnumöguleika hjá bænum.

Ert þú að stíga þín fyrstu skref á vinnumarkaði eða að leita að sumarstarfi?

Hver veit nema framtíðarstarfið þitt sé hjá Garðabæ? Við kappkostum að skapa vinnuumhverfi þar sem allar hugmyndir fá að njóta sín og starfsfólk getur haft raunveruleg áhrif. Þannig gefum við fólkinu okkar tækifæri til að nýta krafta sína til að vaxa í starfi, hvar sem styrkleikarnir liggja.

Hér getur þú kynnt þér ólíkar leiðir til að hefja ferilinn eða verja sumrinu í sumarvinnu.