7. sep. 2018

Gengið í blíðskaparveðri um Arnarnesvoginn

Það var vel mætt í fyrstu lýðheilsugöngu haustsins í Garðabæ miðvikudaginn 5. september sl.  Hátt í 80 manns gengu saman frá Sjálandsskóla um Arnarnesvog þar sem staldrað var við nýjan hreystigarð og líkamsræktartækin prófuð. 

  • Lýðheilsuganga í Garðabæ
    Lýðheilsuganga í Garðabæ

Það var vel mætt í fyrstu lýðheilsugöngu haustsins í Garðabæ miðvikudaginn 5. september sl.  Hátt í 80 manns gengu saman frá Sjálandsskóla um Arnarnesvog þar sem staldrað var við nýjan hreystigarð og líkamsræktartækin prófuð.  Svandís Ríkharðsdóttir íþróttakennari leiddi gönguna sem var rúmur klukkutími að lengd.  Taktu með þér vin eða vinátta var yfirskrift fyrstu göngunnar.  

Meðfylgjandi myndir með frétt tók göngustjórinn Svandís Ríkharðsdóttir á meðan á göngunni stóð sl. miðvikudag.

Lýðheilsuganga í Garðabæ

Næsta ganga verður miðvikudaginn 12. september kl. 18 þegar haldið verður í hressingargöngu frá íþróttamiðstöðinni Ásgarði og gengið hring um Flatirnar og til baka.  Staldrað verður við hjá nýjum hreystigarði við Sunnuflöt.   Allir eru velkomnir í gönguna en hún er í boði Garðabæjar og hluti af verkefni Ferðafélags Íslands um lýðheilsugöngur í september.  Gengið verður alla miðvikudaga í september um allt land en göngurnar í Garðabæ eru jafnframt áframhald vinsælla sögu- og fræðslugangna á vegum Garðabæjar. 

Upplýsingar um næstu göngu í viðburðadagatalinu.
Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar.