Góð mæting á kynningarfund um skipulag Vífilsstaðalands
Góð mæting var á kynningarfund um skipulagsmál Vífilsstaðalands og umhverfis miðvikudaginn 11. desember sl.
-
Kynningarfundur um skipulagsmál Vífilsstaðalands
Góð mæting var á kynningarfund um skipulagsmál Vífilsstaðalands og umhverfis miðvikudaginn 11. desember sl. Fundurinn fór fram í fundarsal Sveinatungu og hafði verið frestað um sólarhring vegna óveðursins sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið á þriðjudaginn.
Kynningarfundurinn var haldinn í tilefni af auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, Vífilsstaðaland, þróunarsvæðis B, og auglýstum tillögum að þremur deiliskipulagsáætlunum innan þess svæðis sem aðalskipulagsbreytingin nær til.
Á fundinum fóru skipulagsráðgjafar frá Batteríinu, Eflu og Landslagi yfir tillögurnar. Hægt er að senda inn ábendingar til 6. janúar 2020 á skipulag@gardabaer.is
Glærukynningar frá fundinum má nálgast hér ásamt öðrum gögnum í auglýsingu um skipulagið.