6. sep. 2019

Góð mæting í fyrstu lýðheilsugöngu haustsins

Erla Bil Bjarnardóttir leiddi gönguna og stoppað var við Maríuhella, Námuna í Urriðakotshrauni og gengið upp eftir hrauntröðinni í Urriðakotshrauni

  • Lýðheilsuganga 4. september 2019
    Lýðheilsuganga 4. september 2019

Það var suddi en hægviðri þegar göngufólk safnaðist saman á Maríuvöllum við Vífilsstaðahlíð, síðdegis 4. september síðastliðinn. Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar, bauð göngufólk velkomið í fyrstu haustgönguna af fjórum á miðvikudögum í september í samstarfi við FÍ.

Það var svo Erla Bil Bjarnardóttir sem fór fyrir göngufólki með ýmsan fróðleik og vakti athygli á sérstöðu svæðisins. Stoppað var við Maríuhella, Námuna í Urriðakotshrauni og gengið upp eftir hrauntröðinni í Urriðakotshrauni, þar sagði Erla Bil frá því að ungmenni í sumarvinnu hjá bænum hefðu lagt útivistarstíginn sem liggur eftir endilangri hrauntröðinni. Síðan var sveigt yfir í Vífilsstaðahlíðina í Heilmörk og gengið niður með hlíðinni að Maríuvöllum. Góð þátttaka var í göngunni og sumir voru að ganga þennan skemmtilega hring, sem tekur um 90 mín, í fyrsta sinn.

Lýðheilsuganga 4. september 2019

Lýðheilsuganga 4. september 2019

Lýðheilsugöngur í september

Þetta er þriðja árið í röð sem Garðabær býður upp á þessar lýðheilsugöngur í september en göngurnar eru um leið áframhald vinsælla sögu- og fræðslugangna Garðabæjar sem hafa verið farnar á undanförnum árum.  Næsta ganga verður farin miðvikudaginn 11. september kl. 18 en þá leiðir Svandís Ríkharðsdóttir íþróttakennari hressingargöngu frá íþróttamiðstöðinni í Ásgarði.  Sjá nánar hér í viðburðadagatalinu. 

Lýðheilsuganga 4. september 2019