14. sep. 2018

Góð mæting í lýðheilsugöngurnar

Önnur lýðheilsuganga haustsins var farin miðvikudaginn 12. september sl. þegar haldið var í hressingargöngu frá íþróttamiðstöðinni Ásgarði undir þemanu ,,vellíðan".

  • Lýðheilsuganga - nýr hreystigarður við Sunnuflöt
    Lýðheilsuganga - nýr hreystigarður við Sunnuflöt
  • Soguganga_190918_kort_heidmork
  • Soguganga_190918_kort_heidmork

Önnur lýðheilsuganga haustsins var farin miðvikudaginn 12. september sl. þegar haldið var í hressingargöngu frá íþróttamiðstöðinni Ásgarði undir þemanu ,,vellíðan".  Um 40 manns mættu í gönguna og enn á ný var dásemdarveður líkt og í fyrstu göngunni í september.  Svandís Ríkharðsdóttir íþróttakennari leiddi gönguna og að þessu sinni var genginn hringur um Flatirnar þar sem meðal annars var staldrað við hjá nýjum hreystigarði við Sunnuflöt.

Næsta miðvikudag, 19. september, verður gengið í Heiðmörk.  Mæting er við nýtt bílastæði við Selgjá/Búrfellsgjá, keyrt inn Heiðmerkurveg hjá Maríuhellum og framhjá Vífilsstaðahlíð að bílastæðinu sem verður vel merkt. Nýtt fræðsluskilti um Selgjá verður vígt við þetta tækifæri.  Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur leiðir göngu um svæðið.

Allir eru velkomnir í gönguna en hún er í boði Garðabæjar og hluti af verkefni Ferðafélags Íslands um lýðheilsugöngur í september.  Gengið verður alla miðvikudaga í september um allt land en göngurnar í Garðabæ eru jafnframt áframhald vinsælla sögu- og fræðslugangna á vegum Garðabæjar. 

Upplýsingar um næstu göngu í viðburðadagatalinu. 

Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar.